oh það er alltaf svo hugljúf tilfinning að koma heim eftir laaangan dag og sjá eitthvað sundurtætt dót sem maður á á gólfinu......
eða ekki!!!Í þetta sinn hafði minn yndislegi fjórfætti félagi náð í videófjarstýringuna mína og gjörsamlega breytt henni í öreindir og dreift því út um allt gólf!! Sko...ég veit að videoið mitt er nú ekki upp á marga fiska, en
KOMMON!!Annars var ég í prófi í dag. Gekk ágætlega, ég held ég nái nú alveg, en hvort það verði uppá 10 get ég ekki aaaalveg sagt um!! En hvað er málið með að troða stærðfræðidæmum í próf um
útveggjaklæðningar?? Stærðfræði er verkfæri djöfullsins!!
Úúúú talandi um djöfulinn, þá fór ég á
Exorcism of Emily Rose um daginn, og ég ráðlegg viðkvæmum sálum að bara forðast þá mynd algjörlega!! Ég ætlaði varla að þora að slökkva ljósið hjá mér um nóttina og ég var næstum búin að taka upp símann og hringja í Helga og skipa honum að koma og veita mér félagsskap um nóttina...en ég sleppti því og beit bara á jaxlinn..og breiddi yfir haus:)
Jólin eru að koma!! Ojájá, ég er búin að hengja upp seríu og setja aðventuljós í gluggan og alles! Keypti mér meira að segja jólakúlu til að setja kerti í ooooooog ég bjó til jólakort sem ég er alveg að fara að skrifa í og senda!!
Ég var 2 mínútum of sein til að senda jólapakka áðan, en það reddast, það reddast alltaf allt, ojájá,
lets be happy:)