Þessi timbraða

Saturday, December 17, 2005

Jassohh

Jæja þá er maður mættur í "sveitina" einu sinni enn og haldiði ekki bara að maður sé strax þrælaður út í jólahreingerningar!!!

Svona er þetta! En síðasta helgi var frábær! Á föstudagskvöldið var haldið uppá að prófin voru búin! Partý og læti með öllu tilheyrandi:) Svo fór maður í bæinn og gerði allt vitlaust þar...nei segi bara svona;)
Annars er nú lítið búið að vera að gerast í mínu lífi...vinna og aftur vinna og svo bara skál:)

Mikið hlakka ég til jólanna, ójá!!!

:)

Thursday, December 08, 2005

Jingle bells:)

oh það er alltaf svo hugljúf tilfinning að koma heim eftir laaangan dag og sjá eitthvað sundurtætt dót sem maður á á gólfinu......eða ekki!!!
Í þetta sinn hafði minn yndislegi fjórfætti félagi náð í videófjarstýringuna mína og gjörsamlega breytt henni í öreindir og dreift því út um allt gólf!! Sko...ég veit að videoið mitt er nú ekki upp á marga fiska, en KOMMON!!

Annars var ég í prófi í dag. Gekk ágætlega, ég held ég nái nú alveg, en hvort það verði uppá 10 get ég ekki aaaalveg sagt um!! En hvað er málið með að troða stærðfræðidæmum í próf um útveggjaklæðningar?? Stærðfræði er verkfæri djöfullsins!!
Úúúú talandi um djöfulinn, þá fór ég á Exorcism of Emily Rose um daginn, og ég ráðlegg viðkvæmum sálum að bara forðast þá mynd algjörlega!! Ég ætlaði varla að þora að slökkva ljósið hjá mér um nóttina og ég var næstum búin að taka upp símann og hringja í Helga og skipa honum að koma og veita mér félagsskap um nóttina...en ég sleppti því og beit bara á jaxlinn..og breiddi yfir haus:)

Jólin eru að koma!! Ojájá, ég er búin að hengja upp seríu og setja aðventuljós í gluggan og alles! Keypti mér meira að segja jólakúlu til að setja kerti í ooooooog ég bjó til jólakort sem ég er alveg að fara að skrifa í og senda!!
Ég var 2 mínútum of sein til að senda jólapakka áðan, en það reddast, það reddast alltaf allt, ojájá, lets be happy:)

Tuesday, December 06, 2005

ALÆF

Sökum mikillar eftirspurnar(!) ákvað mín að blogga!!
En til hvers, maður spyr sig!? Jú, til að sýna vinum og vandamönnum að ég er eftir allt á lífi, bara þó maður sé ekki í símanum allan sólahringinn að hringja í fólk og láta vita af sér, þýðir það ekki að allt sé lost!! Svo nú geta allir andað léttar eftir helgina;)
Annars var helgin nú bara hreint frábær, svona ykkur að segja! Ég og Bella fórum í smá road trip í sveitina og hittum þar frábært fólk (og dýr) og skemmtum okkur konunglega! Svo konunglega skemmti Bella sér allavega að fá að vera alveg "frjáls" í nokkra daga og fá að gera nákvæmlega allt sem henni datt í hug, að hún hefur varla rumskað síðan:) Satt að segja er kella uppgefin!
En svo var afslöppunin hjá mér búin og aftur brunað í bæinn þar sem við tók endalaus verslunarleiðangur, lærdómur, vinna, próf og allt það bull! En síðasta prófið er á föstudaginn og þá verður sko partý!! Jíha!!!
síjú leiter:)